Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um öll kaup aðila á vörum sem eiga sér stað í gegnum vefverslun OMAX heildverslun (OMAX ehf, kt 471013-1100)

OMAX ehf áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara.

Kaupendur staðfesta að þeir hafi kynnt sér og samþykkt skilmála þessa með staðfestingu pöntunar í vegnum vefverslun OMAX.

Verð og afslættur í vefverslun eru trúnaðarmál milli OMAX ehf og viðskiptavinar.

Öll verð eru með vsk.

Sóttar pantanir þurfa að berast fyrir kl 14.00 til að vera afgreiddar næsta virka dag. Afhending á sér stað á opnunartíma lagers

Ef skila á vöru skal kaupandi koma athugasemdum til skila til starfsmanna OMAX eins fljótt og auðið.

Hafi verið gengið frá pöntun en vara ekki verið afhent, og kaupandi vill breyta pöntun, skal kaupandi hafa samband við OMAX í síma 519-3737 eða senda tölvupóst á netfangið omax@omax.is eins fljótt og kostur er og upplýsa um óskir um breytingar.

Gallaðar eða rangt afgreiddar vörur skulu endursendar. Kreditreikningur er gerður eftir að varan berst til OMAX og hefur verið yfirfarin af starfsmanni. 

Kaupandi getur óskað eftir því að skila vöru með því að hafa samband við OMAX í síma 519-3737 eða í gegnum netfangið omax@omax.is. Skilaréttur er háður því að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi vöru og að vara sé í upprunalegu ástandi.

Vara telst afhent þegar hún er sótt í móttöku OMAX.

OMAX ábyrgist að þær vörur sem kaupandi sækir séu afhentar í því ástandi sem góð venja stendur til.

Ef varan er afhent göllum ber kaupanda að tilkynna til OMAX um að hann muni bera gallann fyrir sig innan 10 daga frá afhendingu.